Fréttir

Skrifstofa FÉSTA opnar aftur

Við höfum opnað skrifstofu okkar aftur eftir lokun undanfarna mánuði vegna COVID-19. Við bendum þó öllum á að flestum erindum við FÉSTA er hægt að sinna í gegnum síma og með tölvupósti.

Hátíðarkveðja

Félagsstofnun Stúdenta Akureyri óskar öllum stúdentum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Heilnæmt inniloft

Nú þegar kólnar í veðri, og við tryggjum að ofnar séu rétt stilltir og hlýtt sé í hýbýlum okkar, þá gott að muna að lofta einnig út til að tryggja rétt rakastig inni hjá okkur. Viss raki þarf að vera til staðar í híbýlum því þurrt loft getur valdið mönnum óþægindum líkt og of mikill raki. Æskilegt er að rakastig innanhúss sé á bilinu 30-60%. Fjölbreyttar tegundir baktería, sveppa og myglu geta vaxið og fjölgað sér innanhúss ef nægur raki er fyrir hendi. Gott er því að lofta út, t.d leyfa gegnumtrekk tvisvar á dag í 5-10 mínútur í senn.

Lokun skrifstofu vegna hertra samkomutakmarkana.

Í ljósi hertra samkomutakmarkana sem tóku gildi á miðnætti, sbr. reglugerð heilbrigðisráðherra nr. 957/2020 , verður skrifstofa FÉSTA lokuð fyrir almennar heimsóknir frá og með mánudeginum 5. október.

Ársfundur FÉSTA 2020

Ársfundur FÉSTA 2020, sem frestað hafði verið i vor verður haldinn 30. september nk.

Laust húsnæði

Höfum lausar 3ja herbergja íbúðir í Drekagili og Kjalarsíðu 1, einnig er laust einstaklingsherbergi í Klettastíg 6.

Velkomin!

Starfsfólk FÉSTA býður nýja leigjendur velkomna til Akureyrar, en nú streyma inn nýjir leigjendur í stúdentagarðana.

Undirritun leigusamninga

Núna eru leigusamningar tilbúnir til undirritunar á skrifstofu FÉSTA.

Biðlistar!

Hafin er úthlutun á því húsnæði sem ekki gekk út við úthlutun, hvetjum því umsækjendur á biðlistum að staðfesta veru sína á biðlistanum og fylgjast vel með tölvupósti sínum.

Úthlutun hafin!

Frestur til að staðfesta úthlutun framlengdur til 5. júlí nk.