Úthlutunarreglur

1.grein

Við úthlutun fyrir hvert skólaár hafa þeir forgang á húsnæði sem stunda reglulegt nám við Háskólann á Akureyri, sýna eðlilega námsframvindu og hlýða þeim reglum og fyrirmælum sem gilda fyrir garðbúa. Námsframvinda telst vera eðlileg ef umsækjandi hefur lokið að meðaltali minnst 40 ECTS einingum á ári.

2.grein

Starfsmenn skrifstofu FÉSTA úthluta herbergjum og íbúðum á görðum, og úthlutun hvers árs er staðfest af tveimur stjórnarmönnum FÉSTA.

3.grein

Umsóknum skal skipt í tvo flokka eftir því hvort sótt er um íbúð eða herbergi. Í umsóknum teljast paríbúðir til íbúða. Miðað við samþykktar umsóknir skal barnafólk ávallt hafa forgang að íbúðum umfram barnlaus pör. Paríbúðir eru eingöngu ætlaðar barnlausum pörum. Þó er heimilt að nýta paríbúðir eins og um tvö einstaklingsherbergi væri að ræða.

4.grein

Umsóknum skal raðað í forgangsröð eftir punktakerfi, sem tekið var í notkun við úthlutun í júní 1992 og er endurskoðað reglulega. Sjá fylgiskjal 1. 

5.grein

Ef stig eru jöfn þá er FÉSTA þó heimilt að taka tillit til sérstakra aðstæðna umsækjenda.

6.grein

Þegar úthlutað hefur verið lausum íbúðum og herbergjum skulu umsóknir sem ekki hefur verið hægt að afgreiða settar á biðlista.

7.grein

Úthlutun skal lokið eigi síðar en 7 dögum eftir að umsóknarfrestur rennur út. Frestur til að greiða staðfestingargjald er 7 dagar, frá því að úthlutunarstaðfesting hefur verið send út. Hafi staðfestingargjald ekki verið greitt á tilskildum tíma skal fyrst reyna að ná sambandi við umsækjenda og fá fullvissu um að greiðsluseðill hafi borist til hans. Þurfi umsækjandi ekki á garðvist að halda ber að taka þann sem efstur er á biðlista.

8.grein

Úthlutunarreglur skulu endurskoðaðar eftir þörfum af stjórn FÉSTA. Stjórn FÉSTA er heimilt að leyfa gerð samninga við aðra aðila.

Fylgiskjal 1
     
  Punktakerfi fyrir herbergi.  
  Umsækjandi utan Ak. 10
  Umsækjandi innan Ak. 5
  Í HA sl. vetur ekki á görðum 5
  Áður sótt um 5
  Áður á görðum 20
  Stig samtals:  
     
  Punktakerfi fyrir íbúðir.  
  Sambýlisf. bæði í HA 40
  Sambýlisf. annað í HA 20
  Sambýlisf. í öðru námi 5
  Einstæðir foreldrar 20
  Í HA sl. vetur 10
  Barn 20
  Barn 10
  Barn 10
  Barn 10
  Áður sótt um 5
  Óbreytt ástand 60
  Stig samtals: