Karfan er tóm.
Allir sem stunda nám við Háskólann á Akureyri geta sótt um húsnæði hjá FÉSTA. Ef tveir sækja um íbúð saman, er ekki krafa að báðir aðilar séu skráðir í HA, en forgangur er lægri. Sjá nánar í úthlutunarreglum. Umsóknarfrestur er til 20. júní ár hvert.
Ef eftirspurn eftir leigurýmum er minni en framboð hefur FÉSTA leigt húsnæði sitt á almenna markaðinum.
Til að sækja um er smellt á Umsóknir á heimasíðu FÉSTA.
Núverandi leigjendur þurfa ekki að skila inn umsókn, heldur skrá þeir sig inná Mínar síður,
Næst er valið beiðnir úr flipa við mínar síður og skráir inn beiðni með tegundina milliflutningur/framhaldsleiga. Þar eru skráðar inn þær upplýsingar sem krafist er og svo er valið senda beiðni. FÉSTA staðfestir móttöku umsóknar rafrænt. Samþykki FÉSTA að endurnýja leigusamninginn fær leigutaki staðfestingu þess efnis til með tölvpósti og er þá kominn á nýr samingur með aðilum sama efnis og upphaflegur leigusamingur. Öll sömu ákvæði og giltu um gamla leigusamninginn gilda einnig við þann nýja. FÉSTA tilkynnir jafnframt leigutaka með tölvupósti ef beiðni hans um endurnýjun er synjað.
Skilyrði þess að leigutaka sé unnt að endurnýja leigusamning og gera nýjan samning við FÉSTA er að hann uppfylli skilyrði úthlutunarreglna FÉSTA. Leigjandinn þarf að hafa staðið í skilum með leigugreiðslur og má ekki hafa gerst sekur um vanefndir eða brot á leigusamningi sem geti valdið uppsögn eða riftun hans. Beiðni um endurúthlutun eða framlengingu þarf að berast fyrir 20. júní, líkt og umsóknir um húsnæði.
Þegar FÉSTA hefur farið yfir umsókn og samþykkt hana fær umsækjandi tölvupóst með aðgangsupplýsingum að Mínum síðum. Hafi umsækjandi áður fengið aðgang að Mínum síðum, en veit ekki aðgangupplýsingar sínar, getur hann smellt á gleymt lykilorð og slegið inn notendanafn eða tölvupóstfangið sem að skráð var í umsóknina. Þá fær umsækjandi tölvupóst með aðgangsupplýsingum að Mínum síðum.
Til að kanna stöðu umsóknar er farið á Mínar síður. Þar er hægt að sjá stöðu umsóknar, hvaða leigurými hefur verið úthlutað, eða hvar umsóknin er á biðlista.
Á Mínum síðum er hægt að sjá stöðu þína á biðlistanum. Þegar að aðila sem er ofar á biðlistanum er úthlutað leigurými færist þú sjálfkrafa ofar á listann. Í hverr viku er farið yfir stöðu umsókna. Í hverjum mánuði þarf að staðfesta veru á biðlista.
Við að hafna úthlutun tvisvar hefur ekki áhrif á stöðu á biðlista. Þeir aðilar sem hafna þriðju úthlutun eru teknir af biðlista og þurfa því að sækja um aftur.
Umsókn er tekin af biðlista ef að umsækjandi hefur ekki staðfest veru sína á listanum, eða hafnað úthlutun í þriðja skiptið. Það er alltaf hægt að sækja um aftur.
Ef hvorugt á við þig, hafðu þá samband við FÉSTA með því að senda tölvupóst á festa@unak.is
Undirskrift leigusamninga hefur verið með rafrænum hætti frá byrjun október 2020. Til þess þarf að hafa rafræn skilríki. Ef umsækjandi á ekki rafræn skilríki er bent á að hafa samband við FÉSTA.
Til að fá lykla afhenta kemur þú á skrifstofu FÉSTA, Norðurslóð 2 (D-Hús) á milli 09:00 - 16:00. Lyklar eru almennt afhentir þegar íbúð/herbergi er laust til afhendingar/leigusamningur byrjar. Einnig er hægt að hafa samband við FÉSTA með því að senda tölvupóst á festa@unak.is til að finna annan tíma, henti áður nefndur tími ekki.
Allir leigjendur greiða tryggingargjald, það er lagt inná reikning FÉSTA, og er tryggingargjaldið síðan endurgreitt með verðbótum að leigutíma loknum.
Séu skil á íbúð/herbergi samkvæmt gátlista vegna skila á húsnæði, engar skemmdir á húsnæði og engir ógreiddir reikningar, er tryggingargjaldið endurgreitt að fullu. Reikningur FÉSTA er 0565-26-000270 // Kennitala er 420888-2529.
Allir samningar hjá FÉSTA eru bara gerðir fram í ágúst ár hvert. Allir leigjendur sem vilja búa áfram hjá FÉSTA þurfa að sækja um fyrir 20. júní ár hvert og endurnýja leigusamninginn sinn.
Þú sækir um húsnæðisbætur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Til að komast á heimasíðu þeirra er hægt að smella hér.
Þegar þú sækir um húsaleigubætur getur þú nálgast upplýsingar um FÉSTA á leigusamningnum, svo sem kennitölu FÉSTA, upphæð leigu, fastanúmer leigurýmis og fleira sem þörf er að gefa upp í umsókninni.
FÉSTA stofnar kröfur hjá sínum viðskiptabanka og geta leigjendur greitt kröfuna í sínum heimabanka. FÉSTA býður ekki upp á greiðslur í gegnum kreditkort.
Það þarf að hafa samband við FÉSTA til að kanna með framleigu íbúða í tölvupóstfangið festa@unak.is. Öll ósamþykkt framleiga er stranglega bönnuð.
Til þess að segja upp leigusamningi má senda tölvupóst á festa@unak.is. Athugið að uppsagnafrestur á öllum leigurýmum er þrír mánuðir talið frá fyrsta degi næsta mánaðar. Óski leigjandi eftir því að losna fyrr undan samningi þarf að senda beiðni til FÉSTA á tölvupósti, festa@unak.is. Þá er skoðað hvort að annar umsækjandi sé á biðlista til að taka við leigurýminu áður en uppsagnafrestur rennur út. Leigutaki er alltaf ábyrgur fyrir greiðslum fyrir leigu þá mánuði sem uppsagnafresturinn er, ef nýr leigjandi finnst ekki áður en uppsagnafrestur líður.
Þegar að íbúð eða herbergi er skilað er mikilvægt að fara eftir gátlista frá FÉSTA. Gátlista fyrir herbergi má finna hér, og gátlista fyrir íbúðir má finna hér.
Ef raftæki eða annað sem tilheyrir leigurýmum FÉSTA bilar eða skemmist er farið á Mínar síður og skráð verkbeiðni. FÉSTA mun þá í framhaldinu hafa samband og leysa málið. Ekki er tekið við verkbeiðnum á annan hátt. Sé málið alvarlegt eða þolir alls ekki bið, er hægt að hafa samband við rekstrarstjóra eða framkvæmdastjóra símleiðis.
Íbúar mega ekki mála, negla eða bora í veggi í húsnæði FÉSTA. Samkvæmt leigusamningi er ætlast til þess að íbúar skili leiguhúsnæði í sama ástandi og þeir tóku við því. Í húsnæði FÉSTA eru sérstakir listar á veggjum sem ætlaðir eru til þess að hengja í myndir, til þess að gera það nota íbúar til dæmis króka og girni.
Ef það leigjandi læsir sig úti á hann að hafa samband við prófast hússins. Upplýsingar um prófasta má finna í anddyri allra húsa FÉSTA.
Leiguverð er bundið við neysluvísitölu ásamt því að notkun hita og rafmagns breytist samkvæmt notkun. FÉSTA les af orkumælum í hverjum mánuði og og því er upphæðin ekki alltaf sú sama.
Eftir kl 00:00, og til 07:00 má ekki aðhafast neitt sem raskað getur svefnfriði annarra íbúa hússins. Ef íbúi verður fyrir ónæði frá öðrum íbúðum má hafa samband prófast hússins. Sé ónæðið verulegt eða að næturlagi getur leigjandi haft samband við lögreglu. Í húsunum eru umgengisreglur í gildi og íbúar eru beðnir um að kynna sér þær.
FÉSTA tryggir það sem tilheyrir leigurýmum sínum og sameign, en ekkert af innbúi leigjenda. Leigjendur þurfa að tryggja eigur sínar og öll tryggingarfélög bjóða upp á slíkar tryggingar.
FÉSTA gefur leigjendum sínum meðmæli sé óskað eftir því. Við gerð meðmæla er helst litið til hávaðakvartana, umgengni og greiðslusögu leigjenda.
Heimilt er að hafa gæludýr í 3ja herbergja íbúðunum í Skarðshlíð 46. Allt gæludýrahald í öðru húsnæði er bannað samkvæmt skilmálum leigusamninga FÉSTA.