Fréttir

Ráðstafanir vegna COVID-19

Til að bregðast við því ástandi sem skapast hefur vegna heimsfaraldursins Covid-19 munu FÉSTA bjóða þeim sem lenda í tímabundnum tekjumissi vegna aðstæðnanna aukinn greiðslufrest á 25% hluta af leiguverði fram til 30. júní, þ.e. af leigu í apríl og maí. Eldri gjalddagar eru óbreyttir. Greiða þarf inn á húsaleigukröfuna að lágmarki 75%. Þeir sem kjósa þetta úrræði þurfa að hafa gert upp allar eftirstöðvar 30. júní 2020. Er það skilyrði fyrir endurúthlutun á haustmisseri 2020. Reglur um uppsögn á leigusamningi eru óbreyttar.

Áríðandi tilkynning vegna COVID-19 / Important notice

Í ljósi veirufaraldurs og á meðan samkomubann varir viljum við hvetja alla til að nýta sér tölvupóst, síma og vefsíðu félagsins til að nálgast upplýsingar eða til að hafa samband við okkur, fremur en að mæta á skrifstofu okkar.