Fréttir

Heilnæmt inniloft

Nú þegar kólnar í veðri, og við tryggjum að ofnar séu rétt stilltir og hlýtt sé í hýbýlum okkar, þá gott að muna að lofta einnig út til að tryggja rétt rakastig inni hjá okkur. Viss raki þarf að vera til staðar í híbýlum því þurrt loft getur valdið mönnum óþægindum líkt og of mikill raki. Æskilegt er að rakastig innanhúss sé á bilinu 30-60%. Fjölbreyttar tegundir baktería, sveppa og myglu geta vaxið og fjölgað sér innanhúss ef nægur raki er fyrir hendi. Gott er því að lofta út, t.d leyfa gegnumtrekk tvisvar á dag í 5-10 mínútur í senn.