FÉSTA er sjálfseignarstofnun sem Háskólinn á Akureyri, skráðir stúdentar og Akureyrarbær eiga aðild að. Þessir aðilar skipa einnig fulltrúa í stjórn FÉSTA.
FÉSTA á og rekur stúdentagarða og annast ýmsa aðra þjónustu við námsmenn. Boðið er upp á mikið úrval híbýla, frá einstaklingsherbergjum til þriggja herbergja íbúða og í Tröllagili rekur Akureyrarbær fjögurra deilda leikskóla. Stúdentagarðarnir eru í göngufæri við háskólasvæðið á Sólborg.
Stúdentagarðurinn Útsteinn við Skarðshlíð 46 var tekinn í notkun árið 1989, Klettastígur 2, 4 og 6 árin 1992 og 1993, Drekagil 21 var tekið í notkun árið 2000, Tröllagil 29 haustið 2004; og Kjalarsíðan árið 2008.
Jóhannes Baldur Guðmundsson framkvæmdastjóri, jbg@unak.is, 460 8095, 770 0787
Haraldur Krüger rekstrarstjóri, kruger@unak.is, 460 8096, 899 0787
Halla Margrét Tryggvadóttir, stjórnarformaður, skipuð af Akureyrarbæ
Hólmar Svansson, skipaður af háskólaráði
Harpa Halldórsdóttir, skipuð af háskólaráði
sigurjón Þórsson nemi, skipaður af SHA
FÉSTA - Félagsstofnun stúdenta á Akureyri
Norðurslóð 2, D-hús
600 Akureyri
Sími: 460 8095
Netfang: festa@unak.is