
Drekagil 21 er 8 hæða fjölbýlishús með 29 íbúðum. Á jarðhæð eru geymslur fyrir íbúðir og hjóla- og vagnageymslu. Á 1. til 7. hæð eru fjórar íbúðir, tvær tveggja herbergja og tvær þriggja herbergja á hverri hæð ásamt þvottahúsi fyrir hverja hæð nema á fyrstu hæð. Þvottahús þeirrar hæðar er á jarðhæð.
- Samgöngur: Frá Drekagili er um 8 mínútna gangur að háskólasvæðinu á Sólborg.
- Umhverfi: Leikskóli er við húsin, grunnskóli, íþróttasvæði og innisundlaug eru á næstu grösum.
- Orka: Rafmagn er á sérmæli fyrir hverja íbúð, en hiti er á sameiginlegum mæli.
- Tæki og búnaður: Kæliskápar, eldavélar og rimlatjöld fyrir öllum gluggum ásamt zetabrautum í herbergjum og stofu. Þvottavélar og þurrkarar eru í sameiginlegum þvottahúsum. Notkun tækja er gjaldfrjáls.
- Úthlutunarreglur: Úthlutunarnefnd raðar umsóknum í forgangsröð eftir sérstökum úthlutunarreglum. Umsækjendur geta lagt fram óskir um hvar þeir óska helst að dveljast.
- Internet: Ljósleiðari frá Tengir er í öllum íbúðum FÉSTA, og geta íbúar því pantað sér þjónustu frá þeim þjónustuaðila sem þeim hentar og greiða þá fyrir það sem þeir panta.

Verðlisti í ágúst 2020 |
Stærð
|
Verð
|
+rafmagn+hiti
|
Tveggja herbergja íbúðir |
57 fm. 20 fm. sameign. |
kr. 110.005,- |
kr. 116.500,-
|
Þriggja herbergja íbúðir |
75 fm. 15 fm. sameign. |
kr. 134.613,- |
kr. 139.500,- |
Smelltu á myndina til að fá hana stærri