Útsteinn, Skarðshlíð 46

Útsteinn er þriggja hæða hús. Þar eru í boði 10 íbúðir og 14 einstaklingsherbergi. Á jarðhæð eru þriggja herbergja íbúðir, þvottahús, geymslur og tómstundaherbergi. Efri hæðunum er skipt þannig að öðrum megin í húsinu eru íbúðir en einstaklingsherbergi hinum megin. Á báðum efri hæðunum eru setustofur með sjónvarpi. 
 
 
 
 
 
  • Samgöngur: Frá Útsteini er um 8 mínútna gangur að háskólasvæðinu á Sólborg.
  • Umhverfi: Grunnskóli, íþróttasvæði og innisundlaug eru á næstu grösum.
  • Orka: Orkumælar eru á sameiginlegum mæli.
  • Tæki og búnaður: Kæliskápar, eldavélar og gluggatjöld eru í öllum íbúðunum og sameiginlegum eldhúsum. Einstaklingsherbergin eru búin rúmi, skrifborði og gluggatjöldum. Þvottavélar og þurrkarar eru í sameiginlegu þvottahúsi. Notkun tækja er gjaldfrjáls.
  • Úthlutunarreglur: Úthlutunarnefnd raðar umsóknum í forgangsröð eftir sérstökum úthlutunarreglum. Umsækjendur geta lagt fram óskir um hvar þeir óska helst að dveljast.
  • Internet: Ljósleiðari frá Tengir er í öllum íbúðum FÉSTA, og geta íbúar því pantað sér þjónustu frá þeim þjónustuaðila sem þeim hentar og greiða þá fyrir það sem þeir panta.
Verðlisti í júlí 2021*
Stærð 
Verð
 +rafmagn+hiti**
Einstaklings/parherbergi 18 fm.  kr. 56.168,-  kr. 60.500,-
Tveggja herbergja íbúð  44 fm. kr. 104.496,- kr. 111.099,-
Þriggja herbergja íbúð 80 fm.

kr. 130.303,-  

kr. 138.950,-  
      *Leiguverð er bundið við neysluvísitölu og breytist mánaðarlega samkvæmt henni
      **Kostnaður vegna hita og rafmagns breytist samkvæmt notkun, er hæstur um hávetur