Tröllagil 29

troll

Tröllagil 29 er glæsilegt níu hæða fjölbýlishús með 35 íbúðum. Á fyrstu og annarri hæð er fimm deilda leikskóli, Tröllaborgir, sem er rekinn af Akureyrarbæ. Á jarðhæð er hjóla- og vagnageymsla. Á þriðju til níundu hæð eru fimm íbúðir á hverri hæð. Tvær eru tveggja herbergja og þrjár eru þriggja herbergja. Geymslur eru í hverri íbúð. Athugið að í myndaalbúmi hér til hægri eru myndir úr þriggja herbergja íbúð. 

  • Samgöngur: Frá Tröllagili er um átta mínútna gangur að háskólasvæðinu að Sólborg, og strætóstopp er í næsta nágrenni.
  • Umhverfi: Í húsinu er leikskóli og þaðan er stutt í grunnskóla, útivistarsvæði, folf-völl, verslunarkjarnann Sunnuhlíð og Krambúð sem er opin allan sólarhringinn. 
  • Orka: Rafmagn er á sér mæli fyrir hverja íbúð, en hiti er á sameiginlegum mæli.
  • Tæki og búnaður: Í íbúðunum er kæliskápur og eldavél. Þvottavélar og þurrkarar eru í sameiginlegum þvottahúsum og notkun þeirra er gjaldfrjáls. 
  • Úthlutunarreglur: Umsóknum er raðað í forgangsröð eftir úthlutunarreglum
  • Internet: Í öllum íbúðum FÉSTA er ljósleiðari frá Tengir. Þannig geta íbúar pantað sér internetþjónustu frá þeim þjónustuaðila sem hentar og greiða fyrir það sérstaklega. 
  • Viðskilnaður húsnæðis: Líkt og gengur og gerist á leigumarkaðnum eiga allir íbúar FÉSTA að skilja við leiguhúsnæði sitt á snyrtilegan hátt. Hér má nálgast gátlista fyrir viðskilnað íbúða. 
  • Umgengnisreglur: Íbúar eru hvattir til að kynna sér og fara eftir umgengnisreglum húsnæðis í eigu FÉSTA, sjá hér
  • Sameignaþrif: Sameign er þrifin einu sinni í viku og þvottahús aðra hverja viku og deilist kostnaður við þau þrif á allar íbúðir hússins.
Verðlisti í mars 2024* Stærð Verð +rafmagn og hiti (áætlað)**
Tveggja herbergja íbúðir 64 fm.15 fm. sameign. kr. 148.486,- kr. 156.000,-
Þriggja herbergja íbúðir 75 fm. 15 fm. sameign. kr. 178.194,- kr. 187.000,-

 

 

 

 

Að auki greiðir hver íbúð 4.300kr á mánuði fyrir sameignaþrif.

*Leiguverð er bundið við neysluvísitölu og breytist mánaðarlega samkvæmt henni

**Kostnaður vegna hita og rafmagns er jafnar greiðslur, er uppfært í ágúst ár hvert.

 

 Ertu í síma? Smelltu hér fyrir myndir.