Klettastígur 6

trollKlettastígur 6 er byggt í þremur einingum og eru fjögur einstaklingsherbergi í hverri. Í einingunni er anddyri, eldhús og setustofa. Hver tvö herbergi hafa sameiginlegan gang og baðherbergi. Í húsinu eru tólf einstaklingsherbergi - 21 fm. með geymslu. Baðherbergi og forstofa fyrir hver tvö herbergi eru einnig í fyrrgreindum fermetrum. Til viðbótar er 9 fm. sameign með eldhúsi og setustofu. Herbergi fyrir fatlaða er á neðstu hæð. Sorp- og hjólageymslur eru í útihúsi.

  • Samgöngur: Frá Klettastíg er um 5-10 mínútna gangur að háskólasvæðinu á Sólborg.
  • Umhverfi: Grunnskóli er skammt frá en nokkur spölur á íþróttasvæði og í innisundlaug. Nýr leikskóli er handan við götuna.
  • Orka: Rafmagn og hiti eru á sameiginlegum mælum.
  • Tæki og búnaður: Einstaklingsherbergin eru búin rúmi, skrifborði og gluggatjöldum. Þvottavélar og þurrkarar eru í sameiginlegum þvottahúsum. Notkun tækja er gjaldfrjáls.
  • Úthlutunarreglur: Úthlutunarnefnd raðar umsóknum í forgangsröð eftir sérstökum úthlutunarreglum. Umsækjendur geta lagt fram óskir um hvar þeir óska helst að dveljast. 
  • Internet: Ljósleiðari frá Tengir er í öllum íbúðum FÉSTA, og geta íbúar því pantað sér þjónustu frá þeim þjónustuaðila sem þeim hentar og greiða þá fyrir það sem þeir panta.
grunn
Verðlisti í júní 2021*     
Stærð
Verð         
    +rafmagn+hiti**
Einstaklingsherbergi  

14 fm.
9 fm. sameign. 

kr. 58.630,-      kr. 62.500,-
 
      *Leiguverð er bundið við neysluvísitölu og breytist mánaðarlega samkvæmt henni
      **Kostnaður vegna hita og rafmagns breytist samkvæmt notkun, er hæstur um hávetur        
 
Smelltu á myndina til að fá hana stærri!