Fundargerðir

Fundargerðir FÉSTA

Fundur 06.02.2014

Mættir: Jónas Steingrímsson, Haraldur Krüger, Ólafur Búi Gunnlaugsson, Úlfar Hauksson og Halla Margrét Tryggvadóttir.                                            

Fundarefni: Erindi frá Akureyrarbæ um áframhaldandi leigu á íbúðum í Kjalarsíðu. Tillaga að breyttu leiguverði frá hausti 2014. Erindi Akureyrarbæjar samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Tillaga að breyttu leiguverði rædd. Leiguverð var lækkað um 10% árið 2010 vegna kreppuástands í þjóðfélaginu. Tillaga um hækkun miðar að því að ná fram jafnvægi í rekstri Félagsstofnunar til lengri tíma litið. Tillagan verður tekin fyrir á undirbúningsfundi fyrir aðalfund.

Fundi slitið

 

Fundur  04.03.2014

Mættir: Halla Margrét Tryggvadóttir, Ólafur Búi Gunnlaugsson, Kristín Ágústsdóttir, Þórhildur Edda Eiríksdóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Haraldur Krüger og Jónas Steingrímsson.

Fundarefni: Ársreikningur lagður fram til samþykktar, ákvörðun um aðalfund, hækkun á leiguverði. Arnar Árnason frá KPMG kom á fundinn og fór yfir ársreikninginn sem var síðan samþykktur með öllum atkvæðum. Aðalfundur var svo ákveðinn 3. apríl kl 16:00. Samþykkt var að hækka leigutekjur FÉSTA um 3% frá hausti 2014, 3% frá hausti 2015 og 3% frá hausti 2016. Leiga hækkar mismikið eftir húsum frá 2% og upp í 6%. Einnig var samþykkt að jafna leigu á parherbergjum og einstaklingsherbergjum í Útsteini enda um sambærilega aðstöðu að ræða.

Fundi slitið

 

Aðalfundur 03.04.2014

Mættir: Ólafur Búi, Þórhildur Edda, Berglind Ósk, Haraldur, Jónas og níu nemendur.

Fundarefni: Skýrsla formanns - Ársreikningur lagður fram - Önnur mál

Ólafur Búi skipaður fundarstjóri í fjarveru Höllu Margrétar. Farið yfir ársreikninginn og hann samþykktur. Nemendur lýstu yfir óánægju með mötuneyti skólans.

Fundi slitið. 

 

Fundur 19.11.2014

Fundarefni: Staðan í dag - önnur mál

Mættir: Halla Margrét, Kristín Ágústsdóttir, Þórhildur Edda, Berglind Ósk, Haraldur Krüger og Jónas Steingrímsson

Jónas fór yfir stöðu á viðhaldi, nýtingu og fjárhagsstöðu og lagði fram greiðsluáætlun fyrir 2015.

Fundi slitið

 

Fundur 24.02.2015

Fundarefni: Ársreikningu lagður fram - ákvörðun um aðalfund - ósk Ak.bæjar um framlengingu á húsaleigusamningum - skil leigjenda á húsnæði og ásstandsskoðun - önnur mál.

Mættir: Jónas, Haraldur, Halla, Þórhildur, Óli Búi og Kristín. Gestur fundarins var Arnar Árnason frá KPMG sem fór yfir reikninginn og var hann samþykktur með öllum atkvæðum. Ákveðið að halda aðalfund í apríl. Ákveðið að taka til baka 2 íbúðir til baka frá Ak.bæ af 7. Og gera leigusamninga um 2 íbúðir til 1/9 2017 og þrjá samninga til 1/9 2018. Öðrum málum frestað.

Fundi slitið

 

Ársfundur 08.04.2015

Fundarefni: Skýrsla formanns - ársreikningur lagður fram - Önnur mál

Mættir: Jónas, Haraldur, Halla, Úlfar og Óli Búi.

 

Fundur 04.11.2015

Farið yfir úthlutunarreglur og stigagjöf.

Viðhaldsmál á görðum í jafnvægi.

Fjárhagsstaðan kynnt.

Rætt um netmál, Ólafur og Haraldur settir í nefnd til að skoða hvort hægt sé að bæta eða breyta einhverju.

Mættir voru Ólafur Búi, Halla Margrét, Berglind Ósk, Kristín Ágústsdóttir og Haraldur Kruger.

 

Fundur 09.02.2016

Tölvumál rædd og ákveðið að haustið 2017 verði lagnakerfi á kostnað Fésta en áskriftir á kosnað nemenda.

Rætt um óformelgt erindi frá Kristínu Ágústsdóttir og Ólafi Jónssyni, þar sem þau vilja að nemendur frá HR hafi sama rétt á stúdentagörðumj og aðrir sem stunda nám við HA. Ákveðið að bíða eftir formlegu erindi þar um.

Umræður um að taka upp stefnumótun til framtíðar.

Mættir voru Jónas Steingrímsson, Ólafur Búi, Halla Margrét, Jón Fannar og Haraldur Kruger.

 

Fundur 08.04.2016

Farið yfir ársreikninginn og hann samþykktur. Ársfundur ákveðin 20.04.2016.

Mættir: Halla Margrét, Ólafur Búi, Jónas, Haraldur. Gestir: Arnar Árnason frá KPMG og Ólafur Halldórsson frá HA

 

Ársfundur 20.04.2016

Fundarefni: Skýrlsla formanns, ársreikningur lagður fram, önnur mál.

Mættir: Jónas, Halla Margrét, Ólafur Halldórsson og Sigrún Lóa.

 

Fundur 13.10.2016

Fundarefni:

Tölvumál á görðum, Erlingur kerfisstjóri fer yfir það helsta, bréf frá ILS, erindi frá HA og HR varðandi aðgengi nema í tölvunarfræði við HA að stúdentagörðum, Jónas fer yfir viðhaldsverkefni ársins, umsóknir og staða á biðlistum, önnur mál.

Mættir til fundar: Jónas, Halla Margrét, Ólafur Halldórsson, Ólafur Búi, og Haraldur Krüger.

Erlingur fór yfir og útskýrði netmál á görðum og hvað þyrfti að gera til að halda góðri tengingu til haustsins 2017 þegar FÉSTA hættir að skaffa fría nettengingu.

Umræðum um húsnæðismál skal haldið áfram og þá með aðilum sem hugsanlega eru reiðubúnir til samstarfs.

Erindi frá HA og HR samþykkt.

Jónas fór yfir viðhaldsverkefni ársins. Rætt var um að lyfta í Tröllagili 29 væri orðin léleg og þyrfti endurnýjunar við og var samþykkt að fara í það verkefni.

Jónas fór yfir fjölda umsókna um húsnæði og biðlista.

Fundi slitið.

 

Fundur 06.03.2017

Fundarefni: Ársreikningur lagður fram, ákvörðun um ársfund, breytingar á nethögum, önnur mál.

Mættir: Halla Margrét, Ólafur Búi, Ólafur Halldórsson, Jónas og Haraldur. Gestur: Birgir Knútsson frá KPMG.

Birgir fór yfir ársreikninginn og var hann samþykktur. Jónas finnur tíma fyrir ársfund í apríl. Ákveðið að taka tilboði Tengis um ljósleiðara tengingu í öll leigurými FÉSTA. Svo að frá og með haustinu 2017 þegar HA hættir að skaffa garðbúum ókeypis nettengingu geti leigendur fengið sér nettengingu frá hverjum sem er í gegnum ljósleiðarann.

Fundi slitið.

 

Fundur 08.09.2017

Fundarefni: Húsnæðismál.

Mættir: Halla Margrét, Ólafur Búi, Ólafur Halldórsson og Jónas Steingrímsson.

Bæjarráð óskar eftir viðræðum. 

Fjöldi nýnema í grunnnám samtals 819. Staðarnemar 175 og fjarnemar 644. Ekki er talin þörf á að auka húsnæðisframboð að sinni. En Félagsstofnun er jákvæð að ræða samstarf við einkaaðila.

Fundi slitið.

 

Fundur 28.02.2018

Fundarefni: Ársreikningur lagður fram, ákvörðun um ársfund, önnur mál.

Mættir: Jónas, Haraldur, Halla Margrét, Ólafur Halldórsson, Sigrún Lóa, gestur var Arnar Árnason frá KPMG. Arnar fór yfir reikninginn og var hann síðan samþykktur með öllum atkvæðum. Aðalfundur ákveðinn 3. apríl kl. 15:00. Tillaga að hækkun leigu um 2% á ári frá hausti næstu þrjú árin. Tillagan samþykkt með öllum atkvæðum.

Fundi slitið.

 

Ársfundur 3. apríl 2018

Fundarefni: Skýrsla formanns, ársreikningur lagður fram, önnur mál.

Mættir: Halla Margrét, Jónas, Sigrúrn Lóa, Guðmundur Ólafsson, Haraldur og fimm gestir.

Fundi slitið

 

Fundur 26.06.2018

Fundarefni: Skuldbreyting láns hjá LÍ, önnur mál.

Mættir: Halla Margrét, Hólmar, Harpa, Haraldur, Jónas og Sandra.

Skuldbreyting samþykkt. Rætt um og farið yfir umsóknir allt frá árinu 2008. Nýjir nefndarmenn settir inní hin ýmsu mál FÉSTA.

Fundi slitið.

 

 

Fundur 4.12.2018

Fundarefni: Starfsmannamál, úthlutun 2018 og staða á biðlistum, könnun á meðal nemenda, viðhaldsþörf og áætlun, önnur mál.

Mættir: Halla Margrét, Hólmar, Harpa, Haraldur, Jónas og Sandra.

Jónas hefur sagt upp starfi sínu og hættir 1. maí 2020, ákveðið að auglýsa starfið í janúar 2020. Halla og Jónas útbúa starfslýsingu. Umræður um fjölda umsókna. Jónas og Haraldur útbúa viðhaldsáætlun.

Fundi slitið.

 

 

Fundur 9.4.2019

Fundarefni: Ársreikningur lagður fram, ákvörðun um aðalfund, kaup á bíl fyrir stofnunina, horfur framundan, ráðning framkvæmdastjóra.

Mættir: Halla Margrét, Hólmar, Harpa, Jónas og Sandra.  Gestur var Arnar Árnason frá KPMG.

Arnar Árnason fór yfir reikninginn og hann samþykkur án athugasemda. Aðalfundur ákveðinn 23 apríl 2019, kl. 15:30. Rætt um kaup á bíl, Jónas mun skoða hvað er í boði og munu svo Jónas og Hólmar ákveða hvað verður keypt. Ákveðið að ráða Jóhannes Baldur Guðmundsson í starf framkvæmdastjóra ef samningar nást.

Fundi slitið.

 

 

Ársfundur 23.4.2019

Fundarefni: Skýrsla formanns. Ársreikningur lagður fram, önnur mál.

Mættir: Halla Margrét, Hólmar, Harpa, Jóhannes Baldur, Jónas og Sandra.  

Halla Margét fór yfir ársreikninginn.

Fundi slitið.

 

 

Fundur 26.8.2019

Fundarefni: Umsóknir sumarsins og staða á biðlistum, leigusamningar við Akureyrarbæ, staða viðhaldslista, erindi frá aðilum er stefna á byggingarframkvæmdir við Móasíðu, umsóknar- og verkbeiðnaferli, önnur mál

Mættir: Halla Margrét, Hólmar, Harpa, Steinunn Alda, Karen og Jóhannes Baldur.  

Farið yfir og rætt um umsóknir sumarsins og stöðu á biðlistum.  Rætt um níu leigusamninga sem Akureyrarbær er með við FÉSTA. Akureyrarbær mun á næstunni senda formlega beiðni á FÉSTA um framlengingu á þessum leigusamningum. Unnið er að gerð viðhaldslista fyrir stofnunina og verður hægt að fjalla um hann á næsta fundi. Jóhannes Baldur kynnti fyrir stjórn erindi vegna áætlaðra byggingarframkvæmda við Móasíðu, en framkvæmdaraðili þar óskaði eftir samstarfi við FÉSTA með þær framkvæmdir. Stjórnarfólk mun kynna sér málið enn frekar og málið verður tekið aftur fyrir á næsta fundi, en þá mun liggja fyrir greining á eftirspurn síðast liðna ára á íbúðum og herbergjum. Hafin er vinna við að koma umsóknar- og verkbeiðnaferlinu í meira rafrænt horf hjá stofnuninni og munu starfsmenn fara og kynna sér fyrirkomu lag þessa mála hjá Stúdentagörðunum í Reykjavík. Rætt um hvað er frammundan og ákveðið að á næsta stjórnarfundi verði farið og skoðað allar byggingar stofnunarinnar.

Fundi slitið.

 

Fundur 23.9.2019

Fundarefni: Þarfagreining á umsóknum síðustu ára, viðhaldsáætlun 2020, erindi frá Akureyrarbæ um endurnýjun leigusamninga, staða leigu og biðlista og önnur mál.

Mættir: Halla Margrét, Hólmar, Harpa, Steinunn Alda, Karen, Haraldur og Jóhannes Baldur.  

Farið yfir þarfagreiningu umsókna og biðlista síðustu ára, ákveðið út frá því að ekki er eins og er þörf á auknu framboði húsnæðis hjá FÉSTA.  Samþykkt að endurnýja samninga við Akureyrarbæ. Góð nýting á húsnæði og biðlistar tæmdir. Farið í lok fundar kynnisferð með stjórn um allar fasteignir FÉSTA.

Fundi slitið.

 

Fundur 4.11.2019

Fundarefni: Staða útleigu og reksturs. Endurvinnslumál á stúdentagörðum, kynning á nýju leigu- og umsóknarkerfinu S5 frá Advania og önnur mál. 

Mættir: Halla Margrét, Hólmar, Harpa, Steinunn Alda, Karen, Haraldur og Jóhannes Baldur.  

Staða góð og samkvæmt áætlunum, en vegna breytinga á lögreglunámi eru komnar nokkrar uppsagnir á húsnæði. JBG kynnti tillögur um að taka upp endurvinnslu- og flokkun á sorpi á stúdentagörðunum og samþykkt að taka upp slíkt kerfi á stúdentagörðunum. JBG kynnti nýja leigu- og umsóknarkerfið frá Advania sem verður innleitt á næstu mánuðum, en tilgangur þess er meðal annars að koma öllu tengt umsóknum, verkbeiðnum og umsýslu vegna leigu á rafrænt form. 

Fundi slitið.

 

Fundur 25.11.2019

Fundarefni: Staða útleigu og reksturs. rekstraráætlun 2020, staða á innleiðingu á S5 kerfinu, endurvinnsla á stúdentagörðum og önnur mál.

Mættir: Halla Margrét, Harpa, Steinunn Alda, Karen, Haraldur og Jóhannes Baldur.  

Útleiga og rekstur á pari við áætlanir, rekstraráætlnun fyrir 2020 kynnt, rædd og samþykkt. JBG kynnti stöðuna á innleiðingu á S5 kerfinu, búið er að koma endurvinnslu- og flokkunartunnum á stúdentagarðana og var ánægjulegt hve vel var tekið í þessa breytingu og SHA aðstoðaði FÉSTA við að kynna þetta fyrir leigjendum.

Fundi slitið.

 

Fundur 27.1.2020

Fundarefni: Staða útleigu og reksturs. Endurskoðun 2019, skráning á raunverulegum eigendum, innleiðing á S5 kerfinu og önnnur mál. 

Mættir: Halla Margrét, Hólmar, Harpa, Steinunn Alda, Haraldur og Jóhannes Baldur.  

Rekstur á pari, en nokkuð af uppsögnum komið m.a vegna breyting á lögreglunámi, búið að finna nýja leigjendur í flestar íbúðir, en unnið í að fylla það sem enn er óleigt. Endurskoðun ársins 2019 er hafin hjá KPMG, rætt um ferlið og annað tengt endurskoðuninni og ákveðið að ræða það nánar á næsta stjórnarfundi. Farið yfir skráningu á raunverulegum eigendum og samþykkt að klára skráningu á næstu dögum. JBG kynnti stöðuna á innleiðingu á S5 kerfinu og nýrri heimasíðu FÉSTA.

Fundi slitið.

 

Fundur 26.2.2020

Fundarefni: Staða útleigu og reksturs. Aðstöðumál, húsnæði fyrir geymslu og viðhald- og viðgerðir, staða á endurskoðun, kynnig á nýrri stefnu SHA í húsnæðismálum og önnur mál. 

Mættir: Halla Margrét, Hólmar, Harpa, Steinunn Alda, Karen og Jóhannes Baldur.  

Rekstur á pari, allt húsnæði í leigu en fyrirliggjandi uppsagnir á komandi mánuðum. JBG kynnti aðstöðumál, en sl. 10 ár hefur 2ja herbergja íbúð í Drekagili verið notuð sem geymsla og staður fyrir viðhald/viðgerðir. Rætt og samþykkt að kanna með að finna hentugt atvinnuhúsnæði til kaups, sem nýta mætti sem geymslu og aðstaða fyrir viðhalds- og viðgerðarvinnu. Stjórn samþykkir að JBG leiti eftir hentugu atvinnuhúsnæði til kaups. Farið yfir og rætt ýmsu hliðar endurskoðunar og upplýst að áætlað sé að endurkoðun ljúki um miðjan mars nk. Steinunn Alda kynnti fyrir nýja stefnu SHA í húsnæðismálum, stefnan rætt og Steinunni þakkað fyrir kynninguna. JBG kynnti nýja heimasíðu FÉSTA og sýndi virkni í S5 leigu- og umsóknarkerfið.

Fundi slitið.

 

Fundur 10.3.2020

Fundarefni: Kaup á atvinnuhúsnæði.

Mættir: Halla Margrét, Hólmar, Harpa og Jóhannes Baldur.  

JBG kynnti fyrir stjórn tillögu að kaupum á atvinnuhúsnæði í Goðanesi 4. Stjórn samþykkti tillöguna og veitti JBG heimild til að klára kaupin og ganga frá samningum vegna þess.

Fundi slitið.

 

Fundur 3.4.2020 (yfir Zoom v/Covid19)

Fundarefni: Ársreikningur 2019, staðan, kaup á húsnæði í Goðanesi 4 og önnur mál.

Mættir: Halla Margrét, Hólmar, Harpa, Steinunn Alda, Fríða Freydís, Haraldur og Jóhannes Baldur.  Arnar Árnason frá KPMG sat fundinn á meðan að fjallað var um ársreikning 2019.

Fjallað um ársreikning 2019, niðurstaða ársins 2019 í takt við áætlanir og ársreikningur samþykktur. Staðan að breytast, uppsagnir farnar að berast v/Covid 19 faraldurs og leigjendur margir farnir til síns heima. Húsnæði í Goðanesi 4 kynnt fyrir öllum stjórnarmönnum. Ekki annað rætt.

Fundi slitið.

 

Fundur 27.4.2020 (yfir Zoom v/Covid19)

Fundarefni: Staðan, tillaga um frestun ársfundar til hausts, beiðni frá Gulu Villunni og önnur mál.

Mættir: Halla Margrét, Hólmar, Harpa, Steinunn Alda, Fríða Freydís, Haraldur og Jóhannes Baldur.  

Farið yfir stöðuna sem er sérstök v/Covid 19. Ákveðið v/Covid 19 að fresta ársfundi FÉSTA frammá haust, beiðni frá Gulu Villunni um að losna undan leigu á Klettastíg 6 frá 1. júní til 15. ágúst 2020 rætt og samþykkt. Einnig samþykkt að leigja Klettastíg 6 út á sumrin til nemenda HA, líkt og er með annað húsnæði FÉSTA. 

Fundi slitið.

 

Fundur 25.5.2020 (yfir Zoom v/Covid19)

Fundarefni: Staðan, rekstraryfirlit fyrstu 4 mánuðina, uppfærð áætlun kynnt, sumarið 2020 og önnur mál

Mættir: Halla Margrét, Harpa, Steinunn Alda, Haraldur og Jóhannes Baldur.  

Farið yfir stöðuna, eitthvað af lausu húsnæði v/Covid 19, unnið að því að finna nýja leigjendur, rekstur fyrstu 4 mánaðanna ansi nálægt upprunalegri áætlun, uppfærð áætlun kynnt fyrir stjórn, en helstu breytur eru vegna Covid 19 og endurnýjun búnaðar v/sumarleigu. JBG kynnti helstu verkefni sumarsins. 

Fundi slitið.


Fundur 26.8.2020 (yfir Zoom v/Covid19)

Fundarefni: Staðan, úthlutun sumarsins, verkefni haustsins, ársfundur 2020, fundartími stjórnar og önnur mál.

Mættir: Halla Margrét, Harpa, Hólmar, Steinunn, Haraldur og Jóhannes Baldur.  

Mest allt húsnæði farið í leigu, þó verið eitthvað af uppsögnum v/Covid 19. Rekstur verið að mestu í takt við uppfærðar áætlanir frá maí sl, þó voru framkvæmdir v/leikskóla umfangsmeiri og hærri í kostnaði en áætlun gerði ráð fyrir, en breytt var hluta lóðar, drenað og fl. Vel gekk vel að úthluta úr nýja kerfinu, en í byrjun ágúst voru allir biðlistar tómir. Helstu verkefnin í haust eru viðgerðir á Klettastig 2 og 4, Lagðar verða rafmagnsmottur í svalir, flotað yfir og svo gert við skemmdir. Einnig er brýn þörf á að endurnýjun á gleri í Skarðshlíð 46 (skipt um 35 rúður í fyrsta fasa), er ekki á áætlum, en óumfrýjanlegt að fara í þetta, þar sem í mörgum herbergjum er glerið orðið verulega slæmt.  Rætt um mögulegar dagsetningar fyrir frestaðan ársfund FÉSTA. Framkvæmdastjóri mun senda á stjórn tillögu af fundartíma. Ákveðið að fundartími stjórnar verði á sama tími og var á síðasta ári, síðasti mánudagur í mánuði, 14:30 – 16:00.

Hleðslustöðvar v/byggingar FÉSTA (næstu ára framtíðarpælingar), JBG mun á næstunni skoða hvaða möguleikar eru í boði varðandi það að koma upp hleðslustöðvum við byggingar félagsins. Rætt um kjör framkvæmdastjóra og samþykkt að endurnýja bíl FÉSTA samkvæmt ráðningarsamning framkvæmdastjóra.

Fundi slitið.

 

Fundur 26.9.2020 (yfir Zoom v/Covid19)

Fundarefni: Staðan og önnur mál.

Mættir: Halla Margrét, Harpa, Hólmar, Haraldur og Jóhannes Baldur.  

Enn berast uppsagnir, og er eins og sl. mánuði helst gefin ástæða að námið sé að mestu orðið fjarnám og ástand v/Covid 19.  Rætt almennt um ástandið og mögulegar sviðsmyndir eftir áramót ef ástand hefst óbreytt. Farið yfir stöðuna á viðhaldverkum haustsins.

Fundi slitið.

Ársfundur 30.09.2020 (yfir Zoom v/Covid19)

Fundarefni: Ársreikningur 2019 og önnur mál.

Mættir: Halla Margrét, Harpa, Hólmar, Steinunn Alda, Fríða Freydís, Haraldur og Jóhannes Baldur.  

Farið yfir ársreikninginn og hann samþykktur. 

Fundi slitið.

 

Fundur 28.10.2020 (yfir Zoom v/Covid19)

Fundarefni: Staðan, áætlanir 2021 og önnur mál.

Mættir: Halla Margrét, Harpa, Hólmar, Steinunn Alda, Fríða Freydís, Haraldur og Jóhannes Baldur.  

Enn berast uppsagnir, og er eins og sl. mánuði helst gefin ástæða að námið sé að mestu orðið fjarnám og ástand v/Covid 19.  Farið yfir mögulegar sviðsmyndir eftir áramót ef ástand hefst óbreytt. Farið yfir áætlanir 2021, sem eru mjög hófsamar vegna þess ástands sem er vegna Covid 19 og þeirra óvissu sem er og verður að öllum líkindum eitthvað fram á árið 2021. Áætlanir gera þó ráð fyrir að eftirspurn haustið 2021 muni vera í takt við eftirspurn sl. ára.  Áætlanir samþykktar eftir umræðu. Önnur mál ekki rædd.

Fundi slitið.

Fundur 30.11.2020 (yfir Zoom v/Covid19)

Fundarefni: Staðan, leiga íbúða á almenna markaðinum og önnur mál.

Mættir: Halla Margrét, Harpa, Hólmar, Fríða Freydís, Haraldur og Jóhannes Baldur.  

Staðan svipuð og síðustu mánuði, enn berast uppsagnir, og er eins og sl. mánuði helst gefin ástæða að námið sé að mestu orðið fjarnám og ástand v/Covid 19.  Rætt um að bjóða lengri leigusamninga á 3ja herbergja íbúðum á almenna markaðinum, en þó tryggja að framboð 3ja herbergja íbúða til stúdenta í næstu úthlutun verði amk. jafn mikill og meðaltals eftirspurn sl. ára.  Rætt um hina ýmsu markhópa innan Háskólans, og einnig rætt um mögulegar sviðsmyndir eftir áramót ef ástand hefst óbreytt. 

Ekki fleira rætt.

Fundi slitið.

 

Fundur 25.1.2021 (yfir Zoom)

Fundarefni: Staðan mv áætlanir, útlit næstu mánaða og önnur mál..

Mættir: Halla Margrét, Harpa, Fríða Freydís, Haraldur og Jóhannes Baldur.  

Fjallað um stöðu miðað við áætlanir ársins, en miðað við uppsagnir v/Covid19 lítur út að starfsemin verði samkvæmt áætlunum á 1. ársfjórðungi. Ljóst er að búast má við áframhaldandi uppsögnum þar sem nám í HA á vorönn er að mestu kennt í fjarnámi. Reynt er þó að koma íbúðum í leigu á almenna markaðinum, en vegna aukins framboðs á leigumarkaðinum á Akureyri, gengur það ekki eins vel og fyrri ár. JBG kynnti nýtingarhlutfall íbúða, og hvernig útlit er fyrir að hlutfallið þróist næstu mánuði.
Endurskoðun KPMG er hafin, og ert gert ráð fyrir að henni ljúki á svipuðum tíma og síðast liðin ár.

Ekki fleira rætt.

Fundi slitið.

Fundur 22.2.2021 (yfir Zoom)

Fundarefni: Staðan mv áætlanir og önnur mál..

Mættir: Halla Margrét, Harpa, Hólmar, Fríða Freydís og Jóhannes Baldur.  

Fjallað um stöðu miðað við áætlanir ársins, en miðað við uppsagnir v/Covid19 lítur út að starfsemin verði samkvæmt áætlunum á 1. ársfjórðungi. Ljóst er að búast má við áframhaldandi uppsögnum þar sem nám í HA á vorönn er að langmestu kennt í fjarnámi og ekki sama framboð af vinnu á svæðinu fyrir nemendur. Reynt er þó að koma íbúðum í leigu á almenna markaðinum, en vegna aukins framboðs á leigumarkaðinum á Akureyri, gengur það ekki eins vel og fyrri ár. Búið er að gera samkomulag við þau stéttafélög sem voru með íbúðir í sumarleigu sumarið 2020 um að vera með amk. sama fjölda og þá, eða 10 íbúðir, JBG er þó í viðræðum varðandi fleiri íbúðir í sama leiguform sumarið 2021.

Áframhaldandi vinna í gangi við að koma eldvörnum og neyðarlýsingu í byggingunum stofnunarinnar í það horf að þau uppfylli kröfur. Endurskoðun KPMG er hafin, og ert gert ráð fyrir að henni ljúki um mánaðarmótin mars/apríl, ekki er gerð athugasemd með það. Rætt um viðhald á fasteignum sem er á döfinni á vormánuðum.

Ekki fleira rætt.

Fundi slitið.

Fundur 29.3.2021 (yfir Zoom)

Fundarefni: Staðan og önnur mál.

Mættir: Halla Margrét, Hólmar, Haraldur og Jóhannes Baldur.  

Fjallað um stöðu miðað við áætlanir ársins, en rekstrargjöld eru hærri fyrstu mánuðina, og helgast það að þeim kostnaði sem hlýst af því að koma brunavörnum og neyðarlýsingu í byggingum í lag og aðþær uppfylli kröfur. Í tengslum við þessa framkvæmd mun JBG kanna með kröfur vegna rýmingaráætlana í húsnæði FÉSTA.

Betur hefur gengið að koma lausu húsnæði í leigu, en áætlanir gerðuráð fyrir en þó er enn húsnæði sem ekki er komið í leigu, en starfsmenn eru þó að fá fyrirspurnir varðandi laust húsnæði fyrir sumarið.

Búið er að gera samkomulag við stéttafélög um fleiri íbúðir en sumarið 2020 í sumarleigu, í tengslum við þá fjölgun og vegna ástands rúma sem hafa verið nýttir í sumarleigu, samþykkti stjórn beiðni frá JBG þann 15mars sl. að endurnýja öll rúm, og fékkst hagstæðasta tilboðið frá Vogue í þá endurnýjun.

Áætlað er að endurskoðun KPMG ljúki á komandi dögum, og er ekki er gerð athugasemd með það.

Rætt um námsfyrirkomulag í Háskólanum og stöðu umsókna.

Ekki annað rætt.

Fundi slitið.

 

Fundur 26.4.2021 (yfir Zoom)

Fundarefni: Ársskýrsla & endurskoðunarskýrsla, staðan og önnur mál.

Mættir: Halla Margrét, Hólmar, Harpa, Fríða Freydís, Nökkvi Alexander, Haraldur og Jóhannes Baldur.  Arnar Árnason frá KPMG var gestur á fundinum.

Arnar Árnason frá KPMG kynnti ársskýrslu, ásamt endurskoðunarskýrslufyrir árið 2020. Niðurstaða góð miðað við áskoranir vegna Covid19 faraldursins.

Betur hefur gengið að leigja út húsnæði en áætlanir í ársbyrjun gerðu ráð fyrir, og sambærilegur fjöldi umsókna hefur borist, miðað við sama tíma árið áður. Fjöldi umsókna í HA er sambærilegur og 2019

Ekki annað rætt.

Fundi slitið.

 

Aðalfundur 01.06.2021 (yfir Zoom)

Fundarefni: Ársskýrsla & endurskoðunarskýrsla, staðan og önnur mál.

Mættir: Halla Margrét, Hólmar, Harpa, Fríða Freydís, Nökkvi Alexander og Jóhannes Baldur.  

Halla Margrét kynnti ársreikningfyrir árið 2020. Niðurstaða góð miðað við áskoranir vegna Covid19 faraldursins. Ársreikningur samþykktur einróma.

Betur hefur gengið að leigja út húsnæði en áætlanir í ársbyrjun gerðu ráð fyrir.

Ekki annað rætt.

Fundi slitið.

 

Fundur 15.09.2021 (fjarfundur yfir Zoom)

Fundarefni: Staðan, úthlutun og sumarið, verkefni haustsins og önnur mál.

Mætt: Halla Margrét, Hólmar, Harpa, Fríða Freydís, Nökkvi Alexander, Haraldur og Jóhannes Baldur.

Fjöldi umsókna var sambærilegur við síðustu 2 ár, en mjög mikið var um að umsækjendur voru hættir við að flytja til Akureyrar, þegar þeir fengu úthlutun og kláruðust því biðlistar mjög fljótt, og enn eru óleigðar út 3ja herbergja íbúðir.

Meira ófyrirséð viðhald hefur verið á þessu ári en áætlanir gerðu ráð fyrir, og er þar stærsta verkið lagfæringar á neyðarlýsingu í öllum húsum. Viðgerðir hófust í Klettastíg 2 & 4, og kom þá í ljós að ástand steypuklæðningar og svala er mun verra en fyrstu skoðanir gáfu til kynna. Náðist því bara að fullgera við 5 af 12 svölum, og er stefnan að klára viðgerðir á svölum vorið 2022. Seinni hluti glerskipta í Skarðshlíð 46 eru í gangi og klárast þær á næstu dögum. Framkvæmdastjóri vinnur að viðhaldsáætlun til 2023, og verður hún kynnt á næsta fundi stjórnar.

Sumarið var mjög annasamt, en gekk þó vel. Mikil ánægja hjá stéttafélögunum með þær endurbætur sem gerðar hafa verið á búnaði sumarleigunnar, en fyrir sumarið var m.a endurnýjuð öll rúm. Framkvæmdastjóri lagði til að starfsmaður væri ráðinn fyrir sumarið 2022, og kom m.a annars til umræðu að það gæti verið álitlegt sumarvinna fyrir háskólanema.

Önnur mál: Hólmar kynnti áform Þekkingarvarða ehf, um uppbyggingu á lóðum skilgreindum fyrir háskólastarfsemi, og var rætt um mögulega aðkomu FÉSTA að uppbyggingu á þessum svæðum. Rætt um beiðni sem Halla Margrét fékk frá Akureyrarbæ varðandi möguleikann á að Akureyrarbær gæti fengið nokkrar íbúðir á leigu, vel tekið í málið á fundinum og komi formleg beiðni frá Akureyrarbæ, mun framkvæmdastjóri klára málið út frá þeim umræðum sem fóru fram á fundinum.

Ekki annað rætt.

Fundi slitið.

 

Fundur 20.10.2021 (fjarfundur yfir Zoom)

Fundarefni: Staðan, framtíðarsýn & stefna, viðhaldsáætlun og önnur mál.

Mætt: Halla Margrét, Hólmar, Harpa, Fríða Freydís, Nökkvi Alexander, Haraldur og Jóhannes Baldur.

Rekstur síðasta mánaðar hefur verið samkvæmt áætlun, en líkt og áður hefur komið fram á stjórnarfundum hefur verið svipuð og farið var yfir á síðasta stjórnarfundi, en þá hafði verið mun meira ófyrirséð viðhald á árinu, og er því viðhaldskostnaður hærri en áætlanir 2021 gerðu ráð fyrir. Enn eru þó nokkrar 3ja herbergja íbúðir ekki leigðar út, en annað húsnæði er leigt út.

Rætt um framtíðarsýn og stefnu FÉSTA, og þá þörf að endurskoða eignasafnið, þar sem minnkandi eftirspurn eftir 3ja herbergja íbúðum hefur verið sl. ár, og einnig er komin tími á að endurnýja Skarðhlíð 46 að innan. Samþykkt að hefja endurskoðun á eignasafni og framboði húsnæðis og að skoða hvaða möguleikar eru fyrir stofnunina til að gera það. Samþykkt að framkvæma skoðanakönnun í samstarfi við HA og RHA, hjá öllum nemendum HA, og að kanna hvað mögulegt verðmat húsa í Kjalarsíðu sé. Framkvæmdastjóri fer í málið, og mun kalla stjórnarfólk að til aðstoðar eftir þörfum.

Framkvæmdastjóri kynnti viðhaldsáætlun til 2023, en þar er það helsta áframhaldandi viðhald á húsunum í Klettastíg, gerð skjólveggja við íbúðir á jarðhæð við flestar blokkirnar, uppsetning hleðslubúnaðar fyrir rafmagnsbíla og var hún samþykkt.

Ekki annað rætt.

Fundi slitið.


Fundur 17.11.2021 (fjarfundur yfir Zoom)

Fundarefni: Staðan, framtíðarsýn & stefna, áætlanir 2022 og önnur mál.

Mætt: Halla Margrét, Hólmar, Harpa, Fríða Freydís, Haraldur og Jóhannes Baldur.

Rekstur síðasta mánaðar hefur verið samkvæmt áætlun,enn eru þó nokkrar 3ja herbergja íbúðir ekki leigðar út.

Framkvæmdastjóri kynnti áætlanir 2022, þær ræddar og samþykktar.

Rætt um framtíðarsýn og stefnu FÉSTA og þá vinnu sem hófst eftir stjórnarfund í október sl, spurningakönnun fer út til nemenda í HA og nokkurra framhaldsskóla um miðjan nóvember, og gert er ráð fyrir að niðurstaða úr könnuninni liggi fyrir í byrjun desember. Framkvæmt var af löggiltum fasteignasala verðmat á Kjalarsíðu 1A og hafið er samtal við Akureyrarbæ varðandi Skarðshlíð 46. Vinnan heldur áfram á komandi vikum. Framkvæmdastjóri mun meðal annars kanna hjá HMS með lánamál.

Framkvæmdastjóri kynnti hugmyndir af nýrri þjónustu til fjarnema við HA, sem koma í lotur á Akureyri, til að ná nýtni í þær 3ja herb. íbúðir sem eru óleigðar. Samþykkt að bjóða uppá þessa þjónustu á vorönn 2022, og í lok annar að meta hvort forsendur sér fyrir þessari þjónustu til frambúðar.

Ekki annað rætt.

Fundi slitið. 

 

Fundur 22.12.2021 (fjarfundur yfir Zoom)

Fundarefni: Staðan, framtíðarsýn & stefna og önnur mál.

Mætt: Halla Margrét, Hólmar, Harpa, Fríða Freydís, Nökkvi Alexander, Haraldur og Jóhannes Baldur. 

Rekstur síðasta mánaðar hefur verið samkvæmt áætlun,enn eru þó nokkrar 3ja herbergja íbúðir ekki leigðar út.

Framkvæmdastjóri fór aftur yfir þá beiðni að taka inn sumarstarfsmann, þar það var ekki gert á síðasta stjórnarfundi, það samþykkt af stjórn.

Farið yfir niðurstöðu spurningarkönnunar sem RHA framkvæmdi fyrir FÉSTA. Niðurstöður eru í samræmi við þær hugmyndir sem hafa verið ræddar á stjórnarfundum varðandi eftirspurn og þörf og styðja þá stefnu sem unnið er í átt. Vinnan heldur áfram á komandi vikum.

Ekki annað rætt.

Fundi slitið.


Fundur 19.01.2022 (fjarfundur yfir Teams)

Fundarefni: Staðan, húsnæðismál og önnur mál.

Mætt: Halla Margrét, Hólmar, Harpa, Fríða Freydís, Haraldur og Jóhannes Baldur. 

Rekstur síðasta mánaðar hefur verið samkvæmt áætlun,enn eru þó nokkrar 3ja herbergja íbúðir ekki leigðar út.

Lotuleigan er farin af stað, og nokkrar pantanir komnar inn frá stúdentum sem eru að koma í lotur í hjúkrunarfræði. Framkvæmdarstjóri mun fá SHA með sér í lið við að auglýsa þessa þjónustu á miðlum SHA.

Covid19 hópsmit hafa komið upp á Klettastíg 6 og Skarðshlíð 46 á fyrstu vikum mánaðarins.

Rætt um framtíðarsýn og húsnæðismál.

Ekki annað rætt.

Fundi slitið.


Fundur 23.02.2022 (fjarfundur yfir Teams)

Fundarefni: Staðan, húsnæðismál og önnur mál.

Mætt: Halla Margrét, Hólmar, Harpa, Fríða Freydís, Haraldur og Jóhannes Baldur. 

Rekstur síðasta mánaðar hefur verið samkvæmt áætlun, tvær 3ja herbergja íbúðir eru óleigðar eins og staðan er núna, en eitthvað af íbúðum eru að losna á komandi mánaðarmótum vegna uppsagna.

Lotuleigan er farin af stað, og nokkrar pantanir komnar inn frá stúdentum sem eru að koma í lotur í hjúkrunarfræði, einnig hefur HA tekið íbúð á leigu fyrir erlendan kennara, ásamt því að HÍ hefur leigt 2 íbúðir vegna verknáms í sjúkranuddi. Líkleg skýring á því að nemendur frá fleiri sviðum HA hafi ekki leigt, sé að þar er ekki farið frammá mætingu eins og í hjúkrunarfræðinni, en líklega mun það breytast eftir að covid faraldurinn hverfur.

Rætt um húsnæðismál og hver næstu skref eru með það verkefni, búið er að sýna Kjalarsíðu 1A áhuga, huga þarf að hvaða möguleikar eru í boði fyrir FÉSTA varðandi lóð undir nýja byggingu. Ræða þarf við skipulagsyfirvöld hjá Akureyrarbæ til þess, Halla Margrét reynir að fá fund hjá Pétri Inga skipulagsstjóra fyrir stjórn FÉSTA föstudaginn 25.2.2022.

Hólmar kynnti áætlanir Þekkingarvarðar með byggingar og kom hann með beiðni um að FÉSTA myndi fara með Þekkingarverði í deiliskipulagsvinnu, það yrði hagkvæmt fyrir báða aðila að gera það saman. Ákveðið að fresta ákvörðun um það fyrr en búið væri að funda með Pétri Inga skipulagsstjóra.

KPMG hefur hafið endurskoðun og lagði framkvæmdastjóri fyrir stjórn áætlun frá KPMG varðandi það hvenær þeir áætluðu að klára endurskoðun og ársreikning og var það samþykkt.

Ekki annað rætt.

Fundi slitið.

 

Fundur 25.02.2022 (fjarfundur yfir Teams)

Fundarefni: Skipulagsmál.

Mætt: Halla Margrét, Hólmar, Harpa, Haraldur og Jóhannes Baldur.  Gestur var Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsstjóri Akureyrarbæjar.

Pétur Ingi kynnti þær lóðir sem FÉSTA gæti byggt hús á og eru skilgreindar fyrir íbúðir fyrir nemendur og kennara. Þetta eru lóðir ÍB6 og S20. Rætt um hina ýmsu kosti og galla lóðanna, möguleika og fleira. Mjög ítarleg og fróðleg kynning frá Pétri Inga.

Einnig farið yfir lóðina við Skarðshlíð 46, og hvaða möguleikar eru þar.

Næstu skref væru að fara í vinnu við deiliskipulag, á þeirri lóð sem stjórn FÉSTA litist best á, rætt og samþykkt að fara í samvinnu með Þekkingarverði um vinnu á deiliskipulagi á lóð ÍB6 fyrir FÉSTA og lóð S19 fyrir Þekkingarvörð.

Ekki annað rætt.

Fundi slitið.

 

Fundur 17.03.2022 (fjarfundur yfir Teams)

Fundarefni: Staðan, ársreikningur 2021, beiðni frá Akureyrarbæ og önnur mál.

Mætt: Halla Margrét, Hólmar, Harpa, Haraldur og Jóhannes Baldur. 

Staðan er ögn betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, og engar lausar íbúðir eins og er.

Farið yfir og ræddur ársreikningur 2021, niðurstaða í takt við áætlanir ársins 2021.

FÉSTA hafði borist beiðni frá Akureyrarbæ varðandi húsnæði fyrir flóttafólk frá Úkraínu, komi til þess að þörf myndist á Akureyri. Samþykkt að framkvæmdastjóri vinni það með Akureyrarbæ, komi til þess að þörfin myndist.

Stóri Háskóladagurinn verður haldinn á Akureyri 19 mars nk, og verður FÉSTA með bás þar. Ekki eru komin skipunarbréf fyrir nýja aðila frá SHA í stjórn FÉSTA, en búast má við þeim á næstu dögum.

Ekki annað rætt.

Fundi slitið.

 

Fundur 20.04.2022 (fjarfundur yfir Teams)

Fundarefni: Staðan, kynning á endurskoðun og ársreikningi og önnur mál.

Mætt: Halla Margrét, Hólmar, Nökkvi, Sigurjón og Jóhannes Baldur.  Gestur á fundinum var Þorsteinn Þorsteinsson frá KPMG.

Staðan er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, og engar lausar íbúðir eins og er. Skipunarbréf frá SHA komið og er Sigurjón Þórsson því nýr í stjórn til tveggja ára fyrir hönd SHA. Skipunarbréf kom einnig frá Akureyrarbæ, en þar er Halla Margrét skipuð til tveggja ára í stjórn og Dan Jens Brynjarsson sem varamaður til tveggja ára.

Þorsteinn kynnti endurskoðun og ársskýrslu, góðar umræður um niðurstöðurnar og árskýrslan svo í framhaldinu samþykkt.

Ekki annað rætt.

Fundi slitið.

 

Aðalfundur 20.04.2022 (fjarfundur yfir Teams)

Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf.

Mætt: Halla Margrét, Hólmar, Nökkvi, Sigurjón og Jóhannes Baldur. 

Stjórnarformaður kynnti ársreikning og venjuleg aðalfundarstörf afgreidd.

Ekki annað rætt.

Fundi slitið.

 

Fundur 18.05.2022 (fjarfundur yfir Teams)

Fundarefni: Staðan, húsnæðismál og önnur mál

Mætt: Halla Margrét, Hólmar, Harpa, Nökkvi, Sigurjón, Haraldur og Jóhannes Baldur. 

Staðan er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, og fjöldi umsókna fyrir komandi skólaár eru á pari við fjölda sl. ára á sama tíma. 13 íbúðir verða í stéttafélagsleigu yfir sumarið.

AVH er að vinna að tillögu vegna breytts deiliskipulags og mun Hólmar kanna hvort AVH geti kynnt hugmyndir sínar á næsta stjórnarfundi, sem áætlaður er í júní.

Hólmar heimsótti FS í Reykjavík og skoðaði aðstæður hjá þeim. Jóhannes kynnt fyrir stjórn ráðstefnu hjá samtökum rekstraraðila stúdentagarða á Norðurlöndunum og stefnir hann á að fara á þá ráðstefnu í september nk, sem haldin verður í Stokkhólmi, ásamt því að heimsækja og skoða stúdentagarða þar.

Ekki annað rætt.

Fundi slitið.

 

Fundur 16.06.2022 (fjarfundur yfir Teams)

Fundarefni: Staðan, húsnæðismál og önnur mál

Mætt: Halla Margrét, Hólmar, Sigurjón, Haraldur og Jóhannes Baldur.  Gestur á fundinum var Arnþór Tryggvason frá AVH.

Arnþór kynnti tillögur að breyttu deiliskipulagi, tillagan rædd og stefnan tekin á að Arnþór uppfæri tillögurnar út frá þeim athugasemdum sem komu fram og stefnan tekin á vinna í tillögunni áfram og koma henni svo til Akureyrarbæjar í ágúst 2022.

Staðan er betri en áætlanir gerðu ráð fyrir, og fjöldi umsókna fyrir komandi skólaár eru á pari við fjölda sl. ára, en þetta árið eru færri leigueiningar að losna en hefur verið sl. ár.

Metfjöldi er í umsóknum frá erlendum skiptinemum.

Rætt um lotuleiguna, og ljóst er að hún er virðisaukaskyld og ætlar Jóhannes að skoða nánar hvort þessi þjónusta sé á skjön við þær kröfur sem eru á FÉSTA gangvart lánadrottnum.

Ekki annað rætt.

Fundi slitið.