Úthlutun hafin!

Úthlutun er hafin og minnum við alla á að fylgjast með tölvupóstinum sínum og hafi þeir fengið úthlutun að fara inná Mínar síður til að staðfesta/hafna úthlutun.

Í ljósi þess að Háskólinn á Akureyri er ekki búinn að staðfesta skólavist hjá öllum umsækjendum, verður frestur til að staðfesta úthlutun framlengdur til 5. júlí nk.