Lotuleiga á haustönn 2024!

Boðið er upp á að leigja þriggja herbergja íbúð á námsgörðunum þegar stúdentar koma í lotur í HA, lágmarksleiga er 3 nætur og er kostnaðurinn fyrir þann tíma 44.400,-* og 11.100,-* fyrir hverja aukanótt.  Leigjendur skila íbúðinni af sér eins og þeir tóku við henni, og FÉSTA sér um að skúra gólf og þurrka af.    *Öll verð eru með 11% vsk.

Íbúðir eru fullbúnar, með þráðlaust internet og svefnplássi fyrir fjóra einstaklinga í rúmum (90cm rúm). Þar að auki er pláss fyrir tvo í svefnsófa eða á dýnum. Leigjendur taka með sér sængurföt og handklæði.

Til að bóka íbúðina er sendur póstur á festa@unak.is með upplýsingum um fullt nafn, kennitölu, HA netfang og símanúmer.