Lokun skrifstofu vegna hertra samkomutakmarkana.

Í ljósi hertra samkomutakmarkana sem taka gildi á miðnætti, sbr. reglugerð heilbrigðisráðherra nr. 957/2020 , verður skrifstofa FÉSTA lokuð fyrir almennar heimsóknir frá og með mánudeginum 5. október. Starfsmenn FÉSTA sinna erindum gegnum síma og tölvupóst.

Ákvörðun þessi er tekin með velferð starfsmanna og leigjenda að leiðarljósi og til að tryggja órofinn rekstur FÉSTA.