Gleðilegt sumar - opið fyrir umsóknir & endurnýjun leigusamninga

Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir komandi skólaár.

Hvetjum alla núverandi leigjendur sem ætla að sækja um endurnýjun á leigusamningi að gera það á Mínum síðum og tilvonandi nemendur við HA að sækja um íbúð eða herbergi, en umsóknarfrestur er til 20. júní nk. 

Úthlutun á svo að vera lokið fyrir lok júní, og geta umsækjendur fylgst með stöðu sinna umsóknar á Mínum síðum.