Frysting vísitölu - leiguverð óbreytt út árið 2022

Næstu fjóra mánuði, frá 1. september 2022 til 31. desember 2022, mun leiguverð íbúða og herbergja hjá Félagsstofnun stúdenta á Akureyri, FÉSTA, ekki hækka samkvæmt vísitölu neysluverðs.  Eftir þann tíma verður farið yfir stöðuna á ný. 

Stjórn FÉSTA vill gera sitt í baráttunni við hækkandi verðbólgu og lítur á þessa aðgerð sem hluta af sinni samfélagslegu ábyrgð.

Nánari upplýsingar veitir Jóhannes Baldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri FÉSTA, s: 770-0787/jbg@unak.is