Úthlutunarreglur

1.grein

Við úthlutun fyrir hvert skólaár hafa þeir forgang á húsnæði sem stunda reglulegt nám við Háskólann á Akureyri, sýna eðlilega námsframvindu og hlýða þeim reglum og fyrirmælum sem gilda fyrir garðbúa. Námsframvinda telst vera eðlileg ef umsækjandi hefur lokið að meðaltali minnst 40 ECTS einingum á ári.

2.grein

Starfsmenn skrifstofu FÉSTA úthluta herbergjum og íbúðum á görðum, og úthlutun hvers árs er staðfest af tveimur stjórnarmönnum FÉSTA.

3.grein

Umsóknum skal skipt í tvo flokka eftir því hvort sótt er um íbúð eða herbergi. Húsnæði er úthlutað eftir punktakerfi af biðlista, sem má sjá hér að neðan. 

4.grein

Umsóknum skal raðað í forgangsröð eftir punktakerfi, sem tekið var í notkun við úthlutun í júní 1992 og er endurskoðað reglulega. Það má sjá neðar. 

5.grein

Ef stig eru jöfn þá er FÉSTA þó heimilt að taka tillit til sérstakra aðstæðna umsækjenda.

6.grein

Þegar úthlutað hefur verið lausum íbúðum og herbergjum skulu umsóknir sem ekki hefur verið hægt að afgreiða settar á biðlista.

7.grein

Úthlutun skal lokið eigi síðar en sjö dögum eftir að umsóknarfrestur rennur út. Frestur til að greiða staðfestingargjald er sjö dagar, frá því að úthlutunarstaðfesting hefur verið send út. Hafi staðfestingargjald ekki verið greitt á tilskildum tíma skal fyrst reyna að ná sambandi við umsækjenda og fá fullvissu um að greiðsluseðill hafi borist til hans. Þurfi umsækjandi ekki á garðvist að halda ber FÉSTA að taka í staðinn inn þann sem efstur er á biðlista.

8.grein

Hámarksdvöl - Hámarksdvalartími hjá FÉSTA skal miðast við eðlilegan námstíma og er skilgreindur hámarksdvalartími 8 ár hjá FÉSTA, og miðar það að grunnnámi og tveim námsleiðum á framhaldsstigi.  Endurskráning í nám lengir ekki hámarksdvöl miðað við fyrra nám. Hægt er að óska eftir því að fá hámarksdvöl framlengda, og metur FÉSTA þá beiðni út frá eftirspurn og aðstæðum umsækjanda.

Útskrift - Að lokinni útskrift hefur leigutaki heimild til að búa í íbúðinni út leigutímabilið, nema samningnum sé sagt upp með þriggja mánaða samningsbundnum uppsagnarfresti.

Framleiga - Framleiga húsnæðis hjá FÉSTA er með öllu óheimil, samkvæmt skilmálum leigusamninga, stúdentar sem fara í skiptinám geta óskað eftir því að fá að framleigja húsnæði sínu til stúdenta HA, en þó einungis með samþykki FÉSTA

9.grein

Úthlutunarreglur skulu endurskoðaðar eftir þörfum af stjórn FÉSTA. Framkvæmdastjóra FÉSTA er heimilt að gera samninga við aðra aðila, sé eftirspurn frá stúdentum ekki nægjanleg.

Punktakerfi fyrir húsnæði
     
  Punktakerfi fyrir herbergi.  
  Umsækjandi utan Ak. 10
  Umsækjandi innan Ak. 5
  Í HA sl. vetur ekki á görðum 5
  Áður sótt um 5
  Áður á görðum 20
  Stig samtals:  
     
  Punktakerfi fyrir íbúðir.  
  Sambýlisf. bæði í HA 40
  Sambýlisf. annað í HA 20
  Sambýlisf. í öðru námi 5
  Einstæðir foreldrar 20
  Í HA sl. vetur 10
  Barn 20
  Barn 10
  Barn 10
  Barn 10
  Áður sótt um 5
  Óbreytt ástand 60
  Stig samtals: