Valmynd Leit

Umgengnisreglur

1.grein.

Íbúum er skylt að ganga þrifalega og hljóðlega um herbergi og sameiginlegt húsrými og lóð og raska ekki að óþörfu friði og ró í húsinu. Skulu íbúar jafnan gæta þess að valda öðrum íbúum sem minnstu ónæði og taka fullt tillit til sambýlisfólks síns í allri umgengni. Íbúum er óheimilt að nota sameiginlegt húsrými eða lóð til annars en það er ætlað. 

2.grein.

Útidyr skulu jafnan vera læstar kl. 23.30-07.30. 

3.grein.

Ljós í sameiginlegu húsrými skulu ekki látin loga umfram það sem nauðsynlegt er vegna starfa eða umgangs. 

4.grein.

Ekki má skilja eftir fyrir útidyrum eða á gangstéttum hússins vélknúin farartæki, reiðhjól eða annað sem valdið getur truflun á eðlilegri umferð við húsið. 

5.grein.

Óheimilt er að geyma reiðhjól eða annað það sem veldur þrengslum, óþrifum eða óprýði á stigapöllum, í forstofu, á göngum hússins, á lóð eða á bílastæðum. 

6.grein.

Gæludýrahald er með öllu bannað í húsinu.

7.grein.

Gæta ber fyllsta hreinlætis í öllum geymslum. Óheimilt er að geyma þar nokkuð sem valdið getur óþrifum eða ólykt. Í sameiginlegri reiðhjóla og vagnageymslu er einungis heimilt að geyma reiðhjól og vagna . 

8.grein.

Sorp skal sett í lokaðar plastumbúðir og látið í sorptunnur. Íbúum er skylt að sjá til þess að sorp safnist ekki fyrir í eldhúsum eða á herbergjum. 

9.grein.

Eftir kl. 24.00 og til kl. 07.00 má ekkert það afhafast sem raskað geti svefnfriði annara íbúa hússins. Umsjónarmaður getur þó veitt undanþágu frá þessari meginreglu í samráði við íbúa hússins, enda sé þess gætt að hávaði sé sem minnstur. 

10.grein.

Öllum íbúum hússins er heimil jöfn afnot af þvottahúsi frá kl. 08.00 til kl. 24.00. Þvottavélar sem og önnur tæki og áhöld hússins ber að fara vel með og þeim , er skemmir eða eyðileggur slíka hluti, ber að bæta þá að fullu. Þvottahúsi ber hverjum notanda að skila hreinu eftir notkun hverju sinni . 

11.grein.

Meðferð áfengis og tóbaks er stranglega bönnuð í sameign, setustofum og sameiginlegum eldhúsum . 

12.grein.

Reglur þessar eru settar skv, ákvæði í gildandi húsaleigusamningi ( gr. 10.13 ) og eru ætlaðar til þess að íbúum séu ljósar skyldur gagnvart öðrum íbúum húsins. Um skyldur íbúa gagnvart leigusala (og öfugt ) er vísað til ákvæða í húsaleigusamningi..


Svæði

Félagsstofnun Stúdenta á Akureyri

Norðurslóð 2 (D hús)            600 Akureyri, Iceland              festa@unak.is              S. +354 460 8095