Valmynd Leit

Sumarleiga

Sumarleiga
Félagsstofnun stúdenta á Akureyri, FÉSTA, er eigandi og rekstraraðili stúdentagarða á Akureyri.

Á sumrin, eða frá 1. júní til 20. ágúst, leigir FÉSTA stóran hluta af húsnæðinu út m.a. til starfsmanna og stéttarfélaga.
Upplýsingar um verð eru veittar í síma 460 8095 og 770 0787

FÉSTA rekur stúdentagarða á fjórum stöðum í bænum.

Útsteinn
Útsteinn er að Skarðshlíð 46 gegnt íþróttasvæði Þórs. Þar eru 10 íbúðir og 14 herbergi. 

Klettastígur
Klettastígur 2 - 4 - 6 standa á móti lögreglustöðinni á neðri brekkunni. 
Klettastígur 2 og 4 eru með 9 íbúðir hvort.  

Drekagil
Drekagil 21 er 8 hæða fjölbýlishús með 29 íbúðum og stendur í Giljahverfi. 

Tröllagil
Tröllagil 29 er 9 hæða fjölbýlishús með 36 íbúðum einnig í Giljahverfi. 

Kjalarsíða

Útleiga
Samningar um leigu fyrir allt sumarið eru að jafnaði gerðir tímanlega, sérstaklega á íbúðum, en alltaf er eitthvað laust af herbergjum út sumarið. Hægt er að leigja húsnæði með sama búnaði og boðinn er á veturna, en einnig er boðið upp á leigu með öllum búnaði og fylgir þá eftirfarandi með í íbúðum:

  • algengustu eldhúsáhöld, borðbúnaður fyrir 6 og húsgögn
  • svefnstæði eru fyrir fimm, tvíbreitt rúm, sófi og tvær lausar dýnur
  • sex sængur og koddar fylgja
  • útvarpsvekjari, sjónvarp og fl og fl

Svæði

Félagsstofnun Stúdenta á Akureyri

Norðurslóð 2 (O209)            600 Akureyri, Iceland              festa@unak.is              S. +354 460 8095