Valmynd Leit

Klettastígur 2 og 4

troll

Klettastígur 2 og 4 eru tvö hús með 9 íbúðum hvort. Samtals átta þriggja herbergja íbúðir og tíu tveggja herbergja íbúðir. Tvær íbúðir eru á hverju hæðarþrepi, þær eru 2ja og 3ja herbergja og hvor um sig með geymslu. Á neðstu hæð er sameiginlegt þvottahús og tómstundaherbergi. Íbúð fyrir fatlaða er einnig á neðstu hæð. Sorp- og hjólageymslur eru í útihúsi.
 
 
 
 
  • Samgöngur: Frá Klettastíg er um 5-10 mínútna gangur að háskólasvæðinu á Sólborg.
  • Umhverfi: Grunnskóli er skammt frá en nokkur spölur á íþróttasvæði og í innisundlaug. Nýr leikskóli er handan við götuna.
  • Orka: Rafmagn og hiti eru á sameiginlegum mælum.
  • Tæki og búnaður: Kæliskápar, eldavélar og gluggatjöld eru í öllum íbúðunum. Þvottavélar og þurrkarar eru í sameiginlegum þvottahúsum. Notkun tækja er gjaldfrjáls.
  • Úthlutunarreglur: Úthlutunarnefnd raðar umsóknum í forgangsröð eftir sérstökum úthlutunarreglum. Umsækjendur geta lagt fram óskir um hvar þeir óska helst að dveljast. 

klett24

Verðlisti í febrúar 2017
Stærð
Verð
+rafmagn+hiti
Tveggja herbergja íbúðir  54 fm.
10 fm. sameign.
kr. 90.706 kr. 95.600
Þriggja herbergja íbúðir 64 fm.
10 fm. sameign.
kr. 107.502   kr. 114.000

 

 

Smelltu á myndina til að fá hana stærri!


Svæði

Félagsstofun Stúdenta á Akureyri

Sólborg K-110             600 Akureyri, Iceland              festa@unak.is              S. +354 460 8095; +354 894 0787